Verkstýring  ehf

Verkstýring ehf var stofnað

 2021 af Gunnar Smára Magnússyni sem er jafnframt eini eigandi fyrirtækisins, sem hér eftir verður kallað félagið í þessar kynningu.

Hjá félaginu vinna fyrir utan eiganda tveir starfsmenn þeir Guðmundur Óli Byggingariðnfræðingur og Vilhjálmur Karlsson húsamiður.

Félagið  er  leiðandi fyrirtæki þegar kemur að gæða og öryggismálum. Félagið vinnur að  fjölbreyttum framkvæmdum og uppbyggingarverkefnum um allt land. Félagið ætlar sér að verða leiðandi á verkefna og byggingarstjóra markaði  í framtíðinni og nýta til þess bestu tækni og framleiðsluaðferðir sem völ er á til þess að verkaupi fái allt sem hann á skilið fyrir þær fjárfestingar sem hann er fjárfesta í.

Verkefnin

Félagið hefur tekið að sér ýmiskonar verkefni á síðust árum hér á eftir eru nefnd helstu verkefni sem félagið hefur tekið að sér, um er að ræða mjög fjölbreytt verkefni sjá hér að neðan:

Árið 2021

  • Borgartúni 6:  þar sá félagið um byggingastjórnun og ráðgjafastarf, þar sem verið er að breyta 1.000.000 m2 í fjórar íbúðir en þar var áður skrifstofur.
  • Laugavegi 31 (Kirkjuhúsið): þar sá félagið um byggingar og verkefnastjórnun en verið var að gera húsið upp og breyta í skrifstofur og  verslunarhúsnæði.

Fuglavík 43 Reykjanesbæ: þar sá félagið um byggingar og verkefnastjórnun. Um var að ræða 2.000.000 m2 iðnaðar húsnæði fyrir  bílaleigu húsinu var skilað fullkláruðu með móttöku, skrifstofu, Bílaþvottastöð, vélaverkstæði, smurverkstæði og annarri aðstöðu fyrir bilaleiguna.

Sport direct á Akureyri : þar sá félagið um byggingar og verkefnastjórnunn fyrir verslunarkeðjuna Sport Direct, þar er verið að opna nýja verslun á Akureyri

  • Svo eru önnur minni verkefni í vinnslu samhliða þessum verkefnum

Árið 2022

  • Laugavegur 35 og Vatnsstígur 4: Um er að ræða nýbyggingu og endursmíði á gömlu húsunum við Laugaveg ásamt því að tengja þessi hús saman.

Í þessum byggingum voru 37 hótel íbúðir ásamt verslunarrýmum og 13 íbúðum  við   Vatnsstíg, einnig er bílastæði undir nánast öllu húsinu.

Verkstýring ehf sá um Verkefna og byggingstjórnun í þessu stóra verki.

  • Gámaeiningar frá Hýsi: Félagið sá um bygginga og gæðastjórnun á byggingu tveggja leikskóla og eins grunnskóla í Reykjanesbæ samtals um 2500 m2.
  • Fossvogsskóli: Verkstýring ehf og E. Sigurðsson ehf fóru saman í að endurbyggja Fossvogsskóla þar sá Verkstýring ehf um verkefnastjórnun í virkinu. Um var að ræða mjög stórt verkefni með mikið af vandamálum, heildarverkið endaði í um tveimur milljörðum.

Árið 2023

  • Orkureitur, A- reitur:  Félagið ehf sá um byggingastjórnun 67 íbúða blokk fyrir Safír ehf
  • Tjarnarbraut 4 Reykjanesbær:  Félagið tók að sér byggingastjórnun á þriggja hæða fjölbýlishúsi sem Fagraborg ehf var að byggja.
  • Verðbúð á Neskaupstað:  Félagið ehf tók að sér að vera byggingarstjóri af nýrri byggingu sem Síldarvinnslan var að byggja á Neskaupsstað.
  • Unnið var áfram að þeim verkefnum sem segir frá hér að ofna Árið 2022

Árið 2024

  • Úugata 26-32:  Byggingar og verkefna stjórnun á fjögurra íbúða raðhúsi í Mosfellsbæ.
  • Orkureitur D- reitur: Byggingar og Gæðastjórnunn176 íbúðir í fjölbýlishúsi ásamt bílakjallara.
  • Tjarnarbraut 2: Félagið tók að sér byggingastjórnun á þriggja hæða fjölbýlishúsi sem Fagraborg ehf var að byggja
  • Úugata 26-32: félagið sér um byggingar og verkefnastjórnunn á fjögurra íbúða raðhúsi.

Ásamt ofantalinna verka hefur félagið tekið að sér fjöldann allan af smærri verkefum.

Starfsmenn, reynsla.

Verkstýring hefur yfir mikilli reynslu á íslenskum byggingariðnaði með þeim mannauði sem félagið hefur yfir að ráða, með yfir 30 ára reynslu af Íslenskum byggingaiðnaði . Einnig er Verstýring með mikinn fjölda samstarfsaðila bæði tækni og byggingarfyrirtæki ásamt fjölmargra byrgja sem selja byggingarefni bæði innlendra og erlendra.  

Gæða-, öryggis- og umhverfismál

Verkstýring leggur mikla áherslu á að standast kröfur sem verkkaupi gerir í hvert sinn. Þannig gerir félagið ríka kröfu um vönduð vinnubrögð eigin starfsmanna, undirverktaka, birgja og annarra samstarfsaðila. Skilvirk stjórnun framkvæmda er mikilvæg og því hefur félagið tekið í notkun hugbúnað sem auðveldar allt utan um hald um samskipti og önnur gögn. Allar framkvæmdir félagsins eru í samræmi við lög um mannvirki og byggingarreglugerðir um gæðastjórnun.

Öryggis- og umhverfismál eru félaginu mikilvæg og ofarlega á forganglista við rekstur verkefna. Það er áríðandi að allir sem koma að verkefnum Verkstýringar sinni öryggi og heilsu starfsmanna sinna í samræmi við lög og reglur í landinu. Markmið félagsins er að allar framkvæmdir á vegum þess verði unnar með hagsmuni umhverfisins að leiðarljósi.